Hlaðvarpið Stofuhiti heldur áfram, og í þetta sinn eru gagnalekar og leyndarmál meðal umfjöllunarefna.
„Allt mun leka út. Allt sem þú hefur skoðað. Allt klámið. Verst bara hvað klámefni heitir alltaf asnalegum nöfnum: Brazilian Hottie Sexathon, Picked up and Banged. Svo er maður að leggja áherslu á góða tannhirðu. Eins og einhver muni pæla í því á dómsdegi.“
Þetta að ofan er tilvitnun í kaflann Icehot1, úr bókinni Stofuhiti eftir Berg Ebba, sem er væntanleg eftir nokkrar vikur. Í hlaðvarpi dagsins les höfundur umræddan kafla og í kjölfarið mæta þær Unnur Jónsdóttir, heimspekinemi og Gunnhildur Halla Carr, kennaranemi, og ræða efni kaflans.
Alvarpið er einnig að finna á iTunes store!