Hækkum rána er mögnuð heimildarmynd um réttindabaráttu stúlkna

Hækkum rána er mögnuð heimildarmynd um réttindabaráttu 8-13 ára stúlkna sem vilja breyta viðmiðum í kvennakörfu á Íslandi, þjálfaðar af óvenjulegum þjálfara sem hækkar í sífellu rána.
Árið 2015 var körfuboltaflokkur fyrir stelpur stofnaður á Íslandi. Þær voru þjálfaðar eins og leiðtogar utan vallar og afrekskonur innan vallar. Þær settu sér snemma það markmið að keppa ávallt við þá bestu og voru sigursælar í drengja- og stúlknamótum. Þær vildu breyta viðmiðum í kvennakörfu á Íslandi og með miklum fórnarkostnaði tókust þær á við það mótlæti sem því fylgdi.
Hækkum rána er komin í Sjónvarp Símans Premium en verður einnig sýnd í opinni dagskrá fimmtudaginn 11.febrúar kl. 20:35 í Sjónvarpi Símans.

Auglýsing

læk

Instagram