Margir túristar hafa komið hingað til lands síðustu ár og ekki að ástæðulausu því Ísland er gullfallegt land og alveg einstakt.
Það er samt margt sem að túristum finnst furðulegt við Ísland og Íslendinga. Hér er llisti með 15 svoleiðis atriðum.
#1. Pylsur
Pylsur eru vinsælasti réttur Íslendinga og eru seldar bókstaflega út um allt! Bensínstöðvum, veitingastöðum og öllum sjoppum hringinn í kringum landið.
#2. Íslendingar trúa á álfa!
Samkvæmt könnun sem var gerð ÁRIÐ 1998! trúir meirihluti Íslendinga á álfa. ,,Álfar eru í öllum stærðum og gerðum, og geta verið allt frá nokkrum sentímetrum upp í þriggja metra háir! Þeir geta búið í húsum en ef þú lætur þá vera þá skipta þeir sér ekkert af þér“ átti einhver Íslendingur að hafa sagt einhvern tímann…
#3. Ísland er með „typpa“ safn!
#4. Strippstaðir hafa verið bannaðir síðan 2010
#5. Hundar voru bannaðir í Reykjavík!Fram til ársins 1984 voru hundar bannaðir í Reykjavík. Þá var lögunum breytt og mátti vera með hunda sumstaðar. Það var ekki fyrr en 2006 sem að banninu var alveg aflétt.
#6. Það eru engar Moskító flugur á Íslandi! (já og vonandi helst það þannig)
#7. Rotinn hákarl er talinn herramannsmatur! (tjaa)
#8. Miðað við höfðatölu er Ísland með fleiri rithöfunda en öll önnur lönd í heiminum!
#9. Ungabörn sofa úti í frosti
#10. Fæstir Íslendingar eru með „ættarnafn“(við erum samt með eftirnafn)
#11. Bjór var bannaður á Íslandi fram til ársins 1989!
Já, það er reyndar furðulegt…
#12. Ísland er með flestu sundlaugar í heiminum – miðað við höfðatölu!
#13. Ísland er ekki með neinn her
#14. Ísland er ekki eins kalt og margir halda – Meðalhitastig á veturnar eru 2°C
#15. Samkvæmt nýlegum könnunum eru Íslendingar í þriðja sæti yfir hamingjusömustu þjóðir heims!
Já það er nú alveg margt til í þessu hjá þeim!