Auglýsing

Sóðar eru alls ekki latir – Heldur SNILLINGAR!

Sóðar hafa lengi vel verið ásakaðir um að vera einfaldlega latir og að sóðaskapurinn í kringum þá stafi einungis af því að þeir nenni ekki að þrífa upp eftir sig.

En nú hefur rithöfundurinn John Haltiwanger tekið saman nokkur atriði sem sýna fram á að fólki sem líður vel innan um drasl er í rauninni bara snillingar!

Ef þú ert sóði er líklegt að:

Þú hafi ekki áhyggjur af því hvað öðrum finnst um þig og hafir áttað þig á því að það endar alltaf allt út um allt hvort sem er svo það hafi ekkert upp á sig að vera alltaf að taka til.

Þú fáir innblástur við það að vera í rými þar sem öllu er ekki snyrtilega raðað í box og hillur.

Og að þú farir þínar eigin leiðir sem bendir til þess að þú lifir í núinu og sért með gott sjálfstraust. 

Eða eins og Jim Morrison sagði „I am interested in anything about revolt, disorder, chaos… It seems to me to be the road toward freedom.“

Þetta eru svo sannarlega góðar fréttir fyrir sóða allsstaðar, en við hvetjum fólk samt til að baða sig reglulega áfram.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing