Veitingastaðurinn Nostra opnaði sumarið 2017 á annarri hæð Kjörgarðs við Laugaveg. Aðstandendur staðarins ætluðu honum stóra hluti og stefndu á Michelin stjörnu.
Staðurinn fór vel af stað og árið eftir var hann víða á lista yfir bestu veitingastaði borgarinnar. Michelin stjarnan skilaði sér aldrei í hús en staðurinn fékk engu að síður viðurkenningu frá Michelin í byrjun árs. Þeir sögðu þetta um staðinn:
„Ekki láta ytri byggingu staðarins fæla ykkur frá, því að innan er staðurinn vel innréttaður og nútímalegur. Þar er eingöngu notast við árstíðarbundið íslenskt hráefni sem er fallega borið fram og bragðmikið”
Þessi Michelin viðurkenning hélt þó ekki lífi í staðnum því hann lokaði fyrirvara laust í maí síðastliðnum. Ekkert fékkst upp í þær kröfur sem gerðar voru í þrotabúið, alls rúmlega 106 milljónir króna. Þetta kom fram á vef Viðskiptablaðsins.