Auglýsing

Krefst milljarðs í miskabætur

Guðjón Skarphérðinsson var í fyrra sýknaður af aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar þegar sakfellingardómi Hæstaréttar frá árinu 1980 var snúið við. Nú krefst ríkið sýknun af bótakröfu hans, en gerð er krafa upp á rúma 1,3 milljarða í stefnu Guðjóns.

Krafa Guðjóns um miskabætur takmarkast ekki eingöngu við frelsissviptingu, sem stóð yfir í 1792 daga, heldur krefst hann einnig miskabóta fyrir:

  • Ólöglega handtöku,
  • ólöglega símahlerun,
  • ólöglega leit,
  • ólöglega læknisrannsókn,
  • pyndingar,
  • ómannúðlega og vanvirðandi meðferð
  • brot á rétti til réttlátrar málsmeðferðar,
  • ranga áfellisdóma Sakadóms og Hæstaréttar,
  • ólöglega afplánun,
  • ólöglegt skilorð í fjögur ár,
  • opinberar yfirlýsingar dómstóls og ráðherra um sekt,
  • fjölmiðlaumfjöllun,
  • brot gegn mannlegri reisn,
  • brot á vernd æru og mannorðs,
  • afleiðingar frelsissviptingar á andlega og líkamlega heilsu og
  • brennimerkingu um sekt frá sakfellingu til sýknudóms 2018.

Ríkið ber það fyrir sig að dómkrafa Guðjóns sé fyrnd og vísar ríkið meðal annars til „meints vanhæfis sérfræðiráðgjafa“ eins og þar stendur og er þar verið að tala um Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing en hans niðurstaða í sérfræðiáliti var að Guðjón hefði gefið upp falskar játningar í málinu.

Fréttablaðið greindi frá málinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing