Hljómsveitin Baggalútur gaf frá sér nýtt lag í gær en lagið var samið fyrir sýninguna Sex í sveit sem frumsýnd verður 5.október í Borgarleikhúsinu. Lagið ber nafnið Upp í bústað og er lagið titillag sýningarinnar. Bragi Valdimar Skúlason samdi bæði lag og texta.
„Nostalgískur, panelklæddur bústaðaópus með potta- og kokteilasulli og krómantískri munnhörpu!” er þeirra lýsing á laginu.
Hér fyrir neðan má heyra brot úr laginu.
Þetta kom fram á vef Mbl.