Auglýsing

Núvitundarpartí í Hörpu til styrktar Krafti

Einstakt núvitundarpartý fer fram í Norðurljósasal Hörpu föstudaginn næstkomandi.

Plötusnúðarnir Dj Margeir og Dj Yamaho munu þeyta skífum á meðan þáttakendur eru leiddir í jógadanspartí, hugleiðslu og svo tónheilun í lokin.

„Viðburðurinn er til styrktar Krafti sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Í ár höfum við verið með viðburð í kringum 20. hvers mánaðar í tilefni af 20 ára afmæli félagsins.

Við fengum þetta góða fólk til liðs við okkur til að koma fólki í núið og styrkja í leiðinni gott málefni,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts.

Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. En viðburðurinn er haldinn af Krafti í samstarfi við Yogashala og Yogamoves.

Með viðburðinum vilja þau hvetja fólk til að lifa í núinu og njóta með jóga og dansi. Tekið er fram að fólk þurfi ekki að kunna jóga eða að dansa heldur snýst þetta um að mæta í þægilegum fötum, njóta og styrkja gott málefni í leiðinni.

Miða á viðburðinn er hægt að nálgast á harpa.is en allur ágóðinn rennur óskiptur til Krafts. Viðburðurinn hefst klukkan 20.00 og stendur til 22.00.

Greint var frá þessu á vef Fréttablaðsins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing