Lögreglumönnum sem voru við umferðareftirlit við Reykjanesbrautina í gær, brá heldur betur í brún þegar ökumaður ók framhjá þeim á 150 kílómetra hraða.
Reyndist ökumaðurinn vera erlendur ferðamaður og var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
„Þegar saman dró töldu lögreglumenn að ökumaður bifreiðarinnar myndu aka aftan á lögreglubifreiðina og skiptu því um akrein. Var bifreiðinni þá ekið fram úr lögreglubifreiðinni og mældist hún á 150 kílómetra hraða. Auk ökumanns voru fullorðinn farþegi svo og 10 ára barn í bifreiðinni. Ökuskírteini ferðalangsins er í geymslu á lögreglustöð þar til að hann fer úr landi,“ segir í skeyti frá lögreglunni.
Þetta kom fram á vef Dv í dag.