Hér er einföld og góð uppskrift af hinum vinsælu Quesadillas “pönnukökum”. Dásamlegt að bera fram með sýrðum rjóma, salsasósu og Guacamole.
Hráefni:
3 Kjúklingabringur
1 rauð paprika,
1 rauðlaukur
2 hvítlauksgeirar
200 gr Cheddar eða rifinn mozzarella ostur( gott er að blanda jafnvel báðum tegundum saman)
Lime
1/2 tsk Chilli, 1/2 tsk cumin,salt og pipar eftir smekk
Olívuolía og smjör
8-10 Hveiti tortillur
Aðferð:
1. Skerið kjúklinginn í munnbita og setjið í skál ásamt kryddunum og blandið vel saman.
2. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn í um það bil 6 mínútur eða þar til hann er eldaður í gegn. Færið hann yfir í skál.
3. Notið sömu pönnu (ekki þrífa hana á milli) Hitið olíu og steikið núna paprikuna og laukinn þar til þau eru farin að mýkjast. Bætið hvítlauknum á pönnuna rétt í lokin. Hellið síðan grænmetinu yfir í skálina með kjúklingnum. Kreistið lime yfir skálina og blandið öllu vel saman.
4. Raðið núna tortilla kökunum og penslið þær með bræddu smjöri. Setjið ost á helminginn á hverri tortillu og síðan kjúklinga/grænmetisblönduna ofan á ostinn. Brjótið tortilluna saman og setjið á pönnuna og steikið þar til osturinn hefur bráðnað alveg. Þú kemur 2 tortillum á pönnuna í einu og þú gerir þetta koll af kolli þar til þú hefur eldað allar tortillurnar. Skerð síðan hverja köku í þrennt.