Auglýsing

Kjúklinga quesadillas borið fram með sýrðum rjóma og salsa

Hér er einföld og góð uppskrift af hinum vinsælu Quesadillas “pönnukökum”. Dásamlegt að bera fram með sýrðum rjóma, salsasósu og Guacamole.

Hráefni:

3 Kjúklingabringur

1 rauð paprika,

1 rauðlaukur

2 hvítlauksgeirar

200 gr Cheddar eða rifinn mozzarella ostur( gott er að blanda jafnvel báðum tegundum saman)

Lime

1/2 tsk Chilli, 1/2 tsk cumin,salt og pipar eftir smekk

Olívuolía og smjör

8-10 Hveiti tortillur

Aðferð:

1. Skerið kjúklinginn í munnbita og setjið í skál ásamt kryddunum og blandið vel saman.

2. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn í um það bil 6 mínútur eða þar til hann er eldaður í gegn. Færið hann yfir í skál.

3. Notið sömu pönnu (ekki þrífa hana á milli) Hitið olíu og steikið núna paprikuna og laukinn þar til þau eru farin að mýkjast. Bætið hvítlauknum á pönnuna rétt í lokin. Hellið síðan grænmetinu yfir í skálina með kjúklingnum. Kreistið lime yfir skálina og blandið öllu vel saman.

4. Raðið núna tortilla kökunum og penslið þær með bræddu smjöri. Setjið ost á helminginn á hverri tortillu og síðan kjúklinga/grænmetisblönduna ofan á ostinn. Brjótið tortilluna saman og setjið á pönnuna og steikið þar til osturinn hefur bráðnað alveg. Þú kemur 2 tortillum á pönnuna í einu og þú gerir þetta koll af kolli þar til þú hefur eldað allar tortillurnar. Skerð síðan hverja köku í þrennt.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing