Auglýsing

Um tvö hundruð þúsund manns hafa þurft að breyta ferðaáætlun vegna vinnustöðvunar hjá British Airways

Öllum flugferðum hjá British Airways hefur verið aflýst föstudaginn 27. september vegna yfirvofandi verkfalls flugmanna.

Einnig var öllum ferðum til og frá Bretlandi aflýst á mánudag og þriðjudag síðastliðinn af sömu ástæðu. Það flugmannaverkfall var hið fyrsta í hundrað ára sögu félagsins.

Um tvöhundruð þúsund manns sem áttu pantað flug með flugfélaginu þurftu að breyta ferðaáætlun sínum. Áætlað er að þetta hafi kostað fyrirtækið um áttatíu milljónir sterlingspunda eða um 12 milljarða íslenskra króna en þær upplýsingar eru ekki staðfestar.

Flugfélagið sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem það skoraði á flugmennina að láta af aðgerðunum og setjast að nýju að samningaborðinu. Þetta kom fram á vef Rúv.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing