Samkvæmt konunglegum hefðum hefði prinsinn átt að láta þjónustulið konungsfjölskyldunnar loka hurðinni fyrir sig.
Vakti þetta atvik athygli vegna tíðra brota þeirra hjóna á hefðum drottningarinnar og þá sérstaklega eftir komu Meghan Markle í fjölskylduna. Lífverðir fórnuðu höndum eftir að Harry skellti hurðinni.
Margir brugðust við á Twitter og létu ýmist í ljós gleði eða óánægju með prinsinn. Sjónvarpsmanninum Piers Morgan var ekki skemmt vegna þessa frétta og gerði gys að prinsinum á Twitter.
„Hversu ótrúlegt! Svo margar hamingjuóskir til þeirra beggja,“ skrifaði sjónvarpsmaðurinn á Twitter og lét fylgja með broskalla sem tákna lófatak og fimmu.
Ár er síðan að Meghan eiginkona Harry varð sek um sama brot þegar hún lokaði bílhurð á eftir sér. Breska pressan hikaði ekki við að saka hana um vanvirðingu við konungsfjölskylduna með því að fara ekki eftir settum reglum. Aðdáendur hjónanna hrósa þeim hins vegar fyrir að stíga út fyrir þennan þröngsýna ramma konungsfjölskyldunnar.