Kennari í Texas senti óvænt bréf heim til foreldra nemenda sinna. Nokkuð sem þau bjuggust alls ekki við að heyra frá kennara barna sinna.
Svona var bréfið:
Kæru foreldrar,
Eftir mikla rannsóknavinnu í sumar, þá ætla ég að prufa svolítið nýtt. Heimavinnan verður bara sú sem börnin náðu ekki að klára í skólanum. Annars verða engin formleg verkefni sett fyrir.
Rannsóknum hefur mistekist að sýna að heimanám bæti árangur barna. Ég vil frekar að þið eyðið kvöldunum í að gera hluti sem er búið að sanna að auka árangur barna í námi. Borðið saman kvöldmat sem fjölskylda, lesið með börnunum ykkar, leikið ykkur saman utandyra og komið barninu snemma í rúmið.
Kærar kveðjur,
Frú Brandy Young
Þetta er svo sannarlega eitthvað sem fleiri kennarar mættu taka til fyrirmyndar!