Auglýsing

Getur verið að þú farir á „Karla-blæðingar“ mánaðarlega? – 26% karla segja að svo sé!

Einu sinni í mánuði fara konur á blæðingar, þessu geta fylgt margar óþægilegar aukaverkanir eins og skyndilegar langanir í ákveðinn mat eða óhollustu, krampar og skapsveiflur.

Samkvæmt könnun framkvæmdri af Vouchercloud segjast margir karlmenn upplifa þessi sömu einkenni einu sinni á mánuði.

Könnuninni svöruðu 2,412 manns, bæði karlar og konur, sem öll höfðu verið í sambandi í 12 mánuði eða lengur.

26% karlanna sögðust finna fyrir „blæðinga“ einkennum einu sinni í mánuði. Algengustu einkennin sem þeir lýstu voru mikil þreyta og skyndilegar langanir í óhollustu. Þeir sögðust einnig alltaf vera svangir meðan á tímabilinu stóð og auðveldlega pirrast.

5% þeirra vildu meina að þeir upplifðu krampa sem fylgja túrverkjum.

Dr Jed Diamond höfundur bókarinn „The Irritable Male“ segist þess fullviss að karlar upplifi „karla-blæðingar“ mánaðarlega. Hann segir að þarna sé um eðlilegar hormóna sveiflur í líkamanum að ræða.

Margir vísindamenn trúa því reyndar að „karla-blæðingar“ tengist meira stöðu tunglsins.

Hvað segir þú kæri karlmaður – ferðu á blæðingar?

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing