Ef þú ert týpan sem vilt fara aðeins seinna fram úr rúminu og værir til í jafnvel tvo tíma í viðbót í rúminu – þá er ekkert óeðlilegt við þig.
Samkvæmt virtum svefnsérfræðingum í Bretlandi ert þú ekki vandamálið, það gæti verið allt heila 9-5 kerfið sem er vandamálið.
„Með því að þvinga fólk til að vinna eða vera í skóla frá 9-5 þá veldur það streitu og svefnvandamálum.“ segir Dr Paul Kelley.
Paul sem er vísindamaður hjá Oxford University sagði að þessi rútína gæti haft áhrif á fólk þar til það yrði 55 ára – en á þeim aldri þyrftum við minni svefn.
“Þetta er stórt þjóðfélagslegt vandamál,” segir Paul Kelley. „Við erum svefnvana þjóðfélag þar sem aldurshópurinn 14–24 ára fer verst út úr því, þar sem sá hópur þarf meiri svefn en fullorðnir. Þetta veldur minni afköstum og andlegu álagi. Það er eins og að pynta fólk þegar það fær ekki nægan svefn”
Paul hefur nú fengið 100 skóla í Bretlandi til að taka þátt í tilraun þar sem skóladagurinn byrjar seinna. Hann segir að ungt fólk sé í dag að missa að meðaltali 10 tíma úr svefni á viku með því að vera í hefðbundna skipulaginu.
Hann sagir að 8:30 sé fínn tími fyrir 8-10 ára börn, 10:00 sé fínn tími fyrir 16 ára og 11:00 sé tíminn fyrir 18 ára og eldri.
“Við 10 ára aldurinn geturðu farið í skólann og verið í níu til fimm rútínunni“ segir Paul. „Og þegar þú ert 55 geturðu farið aftur í sama mynstrið. En aldurinn þar á milli þarf mjög mismunandi svefn og við ættum almennt að vera byrja svona 3 tímum seinna.“
Svefn er ákaflega mikilvægur heilsunni og ef ekki er hugsað um hann getur hann valdið ýmsum heilsufarsvandamálum og sjúkdómum.
Ekki hafa því samviskubit yfir því að vilja sofa lengur. Það er okkur bara eðlilegt!