Kaldhæðni hefur oft verið brennimerkt „lélegt grín“ þá yfirleitt af fólki sem skilur ekki kaldhæðni.
Fræðimenn við „The Business School For The World“ gáfu á sínum tíma út ritgerð þar sem fjallað er um kaldhæðni. Ritgerðin kallast „The Highest Form of Intelligence: Sarcasm Increases Creativity for Both Expressers and Recipients.“
Eða „Hæsta form greindar: Kaldhæðni eykur sköpunargleði bæði fyrir þann sem tjáir hana og þann sem tekur við“
Í ritgerðinni er því haldið fram að þegar einhver segir eitthvað við þig á kaldhæðin hátt og þú kemur ekki með gott „comeback“ um leið þá manstu eftir samtalinu í langan tíma eftir á og dettur annað slagið í hug eitthvað sem hefði verið fullkomið „comeback“.
Það hefur þannig áhrif á það hvernig þú talar i framtíðinni.
Það sama á við um þann sem lætur kaldhæðna setningu frá sér, fólk á það nefnilega til að vera of kaldhæðið og móðga og lærir af þeirri reynslu líka.