Það er stanslaust verið að segja okkur að losa okkur við ósiði eins og að blóta, naga neglurnar og tromma á skrifborð með fingrunum.
En rannsókn unnin af Leeds University og University College London bendir til þess að þessir ósiðir geti í raun og veru gert okkur gott.
Rannsóknir hafa bent til þess að það að sitja við skrifborð allan daginn sé mjög slæmt fyrir heilsuna og auki líkur á hjartasjúkdómum.
Rannsóknir hafa líka bent til þess að fólk sem er með „leiðinlega ávana“ eins og að tromma í borðið og skipta í sífellu um stellingar er ólíklegra til að fá þessa sjúkdóma þó svo þau sitji við skrifborð allan daginn.
En það er ekki eini ósíðurinn sem er talinn hollur!
Það að bölva þegar þú meiðir þig virkar verkjastillandi. Rannsóknin sýndi að þeir sem bölvuðu voru færir um að höndla sársauka 50% lengur en þeir sem bölvuðu ekki.
Það er gott að búa ekki um rúmið sitt vegna þess að þar búa rykmaurar sem taldir eru valda ofnæmum og astma. Með því að búa um rúmið lokar þú inni rakann eftir nóttina og gerir þannig betra heimili fyrir rykmaurana.
Slúður er gott, þannig koma samfélagshópar í veg fyrir að „vond eða leiðinleg“ manneskja komist á toppinn og það styrkir bönd fólks.
Ef prumpið þitt lyktar eins og fúlegg getur það þýtt að þú ert í minni áhættuhópi fyrir ýmsar tegundir kabbameins.
Þannig að prumpið, slúðrið og hættið að búa um rúmið ykkar, stax í dag!