Auglýsing

Besta leiðin til að vinna á skammdegisþunglyndinu er fundin – Rannsókn

Jæja, þá er skammdegið mætt á svæðið – en skammdegisþunglyndið sem því getur fylgt þarf alls ekki að vera óumflýjanlegt!

Margir upplifa kvíða á þessum árstíma og það er gjarnan kvíðinn yfir því að fá skammdegisþunglyndi og hann ýtir undir það að þú fáir skammdegisþunglyndi.

Háskólinn í Vermont í Bandaríkjunum hefur verið að rannsaka skammdegisþunglyndi undanfarin ár og niðurstöður þeirra sýna fram á að besta lausnin er Hugræn atferlismeðferð eða (HAM) í hóp.

Rannsakendurnir tóku 177 konur og karla sem greind höfðu verið með skammdegisþunglyndi og skiptu þeim í tvo hópa.

Annar hópurinn var látinn sitja undir svokölluðum dagsbirtu lömpum í hálftíma til eina klukkustund á dag í fimm mánuði ámeðan hinn hópurinn mætti í 12 skipti í hugræna atferlismeðferð.

Að einu ári loknu voru hóparnir á svipuðum stað en eftir tvö ár var hópurinn sem hafði farið í hugsræna atferlismeðferð mikið betur staddur en aðeins 27% þeirra höfðu upplifað mikið skammdegisþunglyndi þegar vetur bar að garði.

Ástæðan er sú að þeir sem fara í hugrænu atferlismeðferðina búa að henni á meðan þeir sem notuðu lampann daglega fannst það of tímafrekt og styttu á endanum tímann sem þau sátu undir honum eða hættu jafnvel alveg.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing