Fólk er búið að vera í gírnum á Twitter síðustu daga og Nútíminn tók saman brot af því besta, skemmtilegasta og vinsælasta.
Airpods eru búin að gera það sama fyrir rútubílstjóra-bluetooth-headset lúkkið og Tinder gerði fyrir online dating; normalísera eitthvað sem bara fráskildir menn á miðjum aldri þorðu að gera opinberlega.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) September 23, 2019
Eini ofurkrafturinn sem ég hef er að greina á milli eðlilegra talhandahreyfinga fólks og þvingaðra, lærðra handahreyfinga sem þau lærðu að ætti að gera hjá Dale Carnegie.
— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) September 23, 2019
öllum var sama þegar ég hélt landamaraþon á fyrsta ári í menntaskóla en núna þegar rúv gerir það er það allt í einu voða merkilegt
— sniddi (@Maedraveldid) September 23, 2019
Fæ ég samþykki #nýyrðatwitter fyrir orðinu GLUFUBAÐ? pic.twitter.com/SoNpN8X7kv
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) September 22, 2019
Geir Ólafs er farinn að líta út eins og Geir Ólafs eftirherma pic.twitter.com/oHpJdNqUZS
— Sombre hombre (@SteinnIngi) September 14, 2019
Fyndið að fólk tali um kakóseremóníur sem eitthvað nýtt; eins og það hafi aldrei ristað brauð, blandað Nesquik í mjólk og horft á sjöttu seríuna af Simpsons á VHS?
— Atli Fannar (@atlifannar) September 14, 2019
veit einhver hvort gary martin sé samningsbundinn íbv? pic.twitter.com/0z8C3w8Tm4
— Tómas (@tommisteindors) September 22, 2019
Er að spá í að gera þessa að nýju prófílmyndinni.#ÞauEruUmferðarteppan pic.twitter.com/bloS3bMzTm
— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) September 18, 2019
Er paprikan fagurfræðingur? pic.twitter.com/tjcNyRUpHD
— Þórdís Gísladóttir (@thordisg) September 17, 2019
Eyþór Laxdal Arnalds að taka Killing in the name of með Rage Against the Machine á Sjallaballi. Endanleg sönnun þess að þessi maður kann ekki að skammast sín pic.twitter.com/0PlH8vsW5v
— Donna (@naglalakk) September 15, 2019
Frekar öfgakenndar lestrarkennsluaðferðir. pic.twitter.com/bjz2p58N8b
— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) September 15, 2019
Það sem gerir Landann svo geggjaðan er að þjóðfélagsumræðan á Íslandi snýst nánast að öllu leyti um ca 1.000 manns. #landinn fjallar um hina 349.000.
— Steinar Þór Ólafsson (@steinaro) September 23, 2019
Uppáhalds bjútítipsspurningin mín er og verður alltaf: getur maður farið í sílikon á raðgreiðslum ef maður er á vanskilaskrá?
— Fanney Svansdóttir (@fanneysvansd) September 23, 2019
Tók þátt í bíllausa deginum. Lagði mínum bíl og ók um allt á bíl eiginkonu minnar. Hún ætti að skammast sín.
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) September 22, 2019
Ég: nenniru að taka nokkrar myndir af mér?
Kæró: pic.twitter.com/AOVOc97E1y
— Ingveldur Gröndal (@spakonan) September 22, 2019