Auglýsing

Trump er sagður hafa áhuga á gerð fríversl­un­ar­samn­ings við Ísland

Í ljósi viðskiptastríðs Bandaríkjanna við Kína og vaxandi spennu þeirra við mörg Evrópulönd, þykir viðskipta­samn­ing­ur við Ísland nú fýsi­leg­ur kost­ur. Stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er sögð hafa áhuga á slíkum samningi við Ísland og er málið sagt hafa verið rætt á há­deg­is­verðar­fundi öld­unga­deild­arþing­manna Re­públi­kana­flokks­ins og hlotið góðar undirtektir.

Samkvæmt umfjöllun málsins á Axios myndi slíkur samningur hafa lítið sem ekkert gildi viðskiptalega séð fyrir Bandaríkin heldur er það staðsetning Íslands sem skiptir öllu máli. Trump mun hafa verið ráðlagt af öryggisráðgjöfum sínum að fjárfesta á norðurslóðum og þar sem að Grænland var ekki falt, þykir fríversl­un­ar­samn­ing­ur við Ísland skyn­sam­legt skref fyr­ir Banda­rík­in af hernaðarleg­um ástæðum.

„Þetta er þjóðarör­ygg­is­mál,  að gera svona samn­inga og fá þá til að vinna með okk­ur en ekki Kín­verj­um eða Rúss­um,“ hef­ur Ax­i­os eft­ir ónefnd­um emb­ætt­is­manni. Mbl greindi frá á vef sínum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing