Þessir þrír ungu menn heita Muaz Nawaz, Daanyaal Ali og Chirag Shah og stunda allir nám við Isaac Newton skólann í London. Þeir fundu upp smokkinn sniðuga sem þeir kalla S.T.EYE.
Smokkurinn nemur nokkrar tegundir baktería og vírusa breytir um lit þegar hann kemst í snertingu við smit. Hann verður grænn þegar hann kemst í snertingu við klamidíu, gulur fyrir herpes, fjólublár táknar papilloma vírus og blár sárasótt.
Strákarnir unnu 200 þúsund krónur í keppni um bestu uppfinninguna fyrir smokkinn svo vonandi endar hann í búðarhillum einn góðan veðurdag!