Auglýsing

Harry og Meghan í Afríku

Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, eru nú mætt til Afríku ásamt syni sínum Archie. Þetta er þeirra fyrsta opinbera heimsókn með soninn. Munu þau heimsækja Suður-Afríku, Angóla, Botswana og Malawi í þessum 10 daga túr.

Þau þykja ná mun betri tengingu en nokkur annar í konungsfjölskyldunni við ungt fólk og er sagt að þau hafi verið valin í þessa ferð með það í huga. Í morgun dönsuðu þau á ströndinni með góðgerðarfélaginu Waves for Change og virtust skemmta sér vel.

Harry mun minnast móður sinnar heitinnar með því að setja af stað nýtt verkefni í samstarfi við yfirvöld í Angóla, verkefni sem snýst um að fjarlægja virkar jarðsprengjur. En Díana prinsessa setti af stað svipað verkefni rétt áður en hún lést og frægt var þegar hún gekk inn á virkt sprengjusvæði svo hún gæti fylgst með sprengjusérfræðingum aftengja jarðsprengjur.

Þá mun Meghan halda ræðu í Suður-Afríku um ofbeldi gegn konum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing