Auglýsing

Bragðgóður pastaréttur með ferskri basiliku og grænmeti

Ljúffengur og einfaldur pastaréttur sem allir í fjölskyldunni elska.

Hráefni:

1 pakki spaghetti eða pasta af eigin vali

4 msk ólívuolía

1 laukur skorinn niður

2 meðalstórir kúrbítar skornir í litla bita

1 lítið grasker (Butternut Squash) skorið í bita

3 hvítlauksgeirar kramdir eða rifnir niður

1/2 tsk þurrkað oregano

1/4 tsk chilli flögur

2 msk tómatpúrra

1 dós niðursoðnir tómatar

1 krukka grillaðar paprikur (fást í krukku í öllum helstu matvörubúðum) skornar niður

Spínatlauf eftir smekk

Fersk basilika

Salt og pipar

Parmesan ostur

Aðferð:

1. Steikið lauk á pönnu í 3-4 mín eða þar til hann mýkist upp. Bætið kúrbít, graskeri, hvítlauk, chilliflögum og salti á pönnuna. Steikið þetta þar til allt grænmetið er farið að mýkjast vel eða í c.a. 5-7 mín. Setjið síðan tómatpúrruna á pönnuna, blandið vel og steikið áfram í 1 mín.

2. Setjið næst grilluðu paprikuna og niðursoðnu tómatana saman við. Lækkið hitann og látið malla í 10 mín eða þar til sósan fer að þykkna. Á meðan sósan mallar þá er gott að sjóða pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka.

3. Takið síðan sósuna til hliðar og setjið spínat og basiliku saman við. Salt og pipar eftir smekk. Pastað fer síðan saman við og hrærið vel. Látið þetta standa í 1 mín og leyfið pastanu að drekka í sig sósuna. Berið fram með parmesan og meiri basiliku.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing