Auglýsing

Jón Gnarr með áhugaverðan pistil:„Það er mikið reykt í vélinni og það veldur mörgum farþegum óþægindum“

Jón Gnarr skrifar á Facbook síðu sinni pistil þar sem hann setur upp samlíkingu og líkir hann loftlagsmálum heimsins við reykingarflug. Pistillinn er að vekja mikla athygli og þykir samlíkingin óhugnlega lík því sem er að gerast í heiminum í dag. Þegar þetta er skrifað hafa um 260 manns deilt færslu Jóns á Facebook.

„Við erum öll farþegar í flugvél. Það er mikið reykt í vélinni og það veldur mörgum farþegum óþægindum.“ svona hefst pistill Jóns.

Og hann heldur áfram:

„Það eru bara flugstjórarnir sem hafa vald til að taka ákvörðunina um að banna reykingar alfarið það sem eftir er flugferðarinnar. En þeir eru tregir til þess. Farþegarnir hafa jú allir keypt sér reyk-flug. Þeir óttast að það gæti jafnvel orðið uppþot meðal farþeganna ef þeir fengju ekki að reykja einsog þeim var lofað. Þeir eru sérstaklega smeikir við kallana á Saga Class.“

„Börnin á gólfinu eru nú byrjuð að gráta. Það er ekki bara vegna þess að þeim svíður í augun heldur ekki síður vegna þess að þau eru byrjuð að átta sig á því að fullorðna fólkið er ekkert að fara að hætta að reykja þótt allir viti að þær muni éta upp súrefnisbirgðir vélarinnar. Og þau eru líka byrjuð að fattta að eins mikið og flugstjórarnir og flugfreyjurnar tala um mikilvægi þess að við förum nú öll bráðum að grípa til einhverra aðgerða þá eru þau líklega ekki að fara að grípa til þeirra.“

Pistilinn má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing