Auglýsing

Lögreglan stöðvaði ökuníðing með naglamottu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hand­tók karl­mann sem lög­reglu­menn höfðu veitt eft­ir­för en lögreglan á Vesturlandi hafði veitt bifreið athygli sem var ekið á miklum hraða við Hvalfjarðargöng í átt að borginni.

Að sögn lögreglu virti ökumaðurinn ekki ítrekuð stöðvunarmerki þeirra. Hann var talinn valda mikilli hættu enda mældist bifreiðin á yfir 200 kílómetra hraða þegar hæst stóð.

Að endingu var tekin sú ákvörðun að setja naglamottu fyrir bifreiðina og var maðurinn loks stöðvaður í Mosfellsbæ. Þegar maðurinn steig út úr bílnum veittist hann að lögreglumönnum og var handtekinn. Málið er í rannsókn og er ekki hægt að veita frekari upplýsingar um það að svo stöddu. Þetta kom fram á vef DV.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing