Auglýsing

Töf á því að hið nýja WOW air fari í loftið

Stefnt var á að hið endurreista WOW air færi í sína fyrstu ferð í byrjun október en einhver töf verður á því. Áætlað er nú að það verði um miðjan október. Veflén hins fallna félags hafa ekki fengist afhent og það tefur endurreisnina. En talið er að það muni þó ekki standa í vegi fyr­ir því að hægt verði að hefja sölu á miðum. Greint er frá þessu á vef ViðskiptaMoggans í dag.

At­hafna­kon­an Michele Roosevelt Edw­ards, stjórn­ar­formaður US Aerospace Associa­tes LLC, stendur að endurreisn WOW og festi hún kaup á eignum úr þrotabúi félagsins. Greiddi hún að sögn um 50 milljónir króna fyrir eignirnar, þar á meðal eru ýmsar rekstarvörur, fjólubláu búningarnir og fleira. Samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans gengur treglega að fá eignirnar afhentar í nothæfu ástandi.

WOW 2, eins og Ballarin sjálf kýs að kalla nýja félagið, verður bandarískt og í eigu félaga sem Ballarin á. Stefnt er á að sækja um íslenskt flugrekstrareyfi þegar starfsemi flugfélagsins verður komin í gang.

Ballarin er sögð vilja ráða til sín íslenskt starfsfólk en vill ekki upplýsa um það strax hvort starfsfólkið verði á íslenskum kjarasamningum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing