Auglýsing

Kvik­mynd­in Hvít­ur, hvít­ur dag­ur verður fram­lag Íslands til Óskar­sverðlauna 2020

Meðlim­ir í ÍKSA, Íslensku kvik­mynda og sjón­varps­aka­demí­unni, hafa kosið kvikmyndina Hvítur, hvítur dagur, sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna árið 2020. Hlaut kvikmyndin af­ger­andi sig­ur í ra­f­rænni at­kvæðagreiðslu. Þetta kom fram á vef Mbl.

Mynd­in hef­ur verið val­in inn á fjölda stórra kvikmyndahátíða og hef­ur nú þegar verið seld til yfir 30 landa víðsveg­ar um heim­inn.  Hvítur, hvítur dagur var heims­frum­sýnd á Critics’ Week, hliðardag­skrá kvik­mynda­hátíðar­inn­ar í Cann­es í vor og var aðalleikari myndarinnar, Ingvar.E.Sigurðsson, valinn besti leikarinn fyrir leik sinn í myndinni. Ingvar var einnig val­inn besti leik­ar­inn á kvik­mynda­hátíðinni í Tran­sylvan­íu fyr­ir sama hlut­verk og var Hvít­ur, hvít­ur dag­ur val­in besta mynd kvik­mynda­hátíðar­inn­ar í Motov­un í Króa­tíu.

Hlynur Pálmason leikstýrði og skrifaði handritið að Hvítum, hvítum degi og var hún fram­leidd af Ant­oni Mána Svans­syni fyr­ir Join Moti­on Pict­ur­es.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing