„Það er með miklu stolti og gleði að við getum loksins tilkynnt að við erum að opna nýjan Íshelli.“ segir í tilkynningu frá Mountaineers Of Iceland.
Hellirinn er staðsettur austan megin í Langjökli og passar að sögn fullkomlega við Gullna Hringinn hjá ferðalöngum. Eru þeir hægt og örugglega að koma sér innar í jökulinn svo hægt sé að skoða betur sögu þessa 400 ára íss sem liggur í útjaðri Langjökuls.
Til að komast að hellinum sjálfum er keyrt á snjósleðum frá jökulskálum þeirra félaga í Mountaineers Of Iceland, í þar til gerðum ferðum frá Gullfossi eða frá Reykjavík.
Fyrirtækið Mountaineers Of Iceland hefur síðan árið 1996 sérhæft sig í snjósleðaferðum á Langjökul og er eitt elsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi.