Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar í dag færslu á Facebook síðu sinni og er hún heldur betur að vekja upp misjöfn viðbrögð fólks.
Í færslu sinni talar hún til þeirra kvenna, sem að sögn Borgarleikhússstjóra hafa sakað Atla Rafn leikara um kynferðislegt og kynbundið áreiti. Telur hún að best væri ef þær myndu stíga fram með sakagiftir svo ekki verði gert lítið úr meetoo byltingunni.
„Ef þær konur sem að sögn Borgarleikhússstjóra hafa sakað Atla Rafn leikara um kynferðislegt og kynbundið áreiti stíga ekki fram núna með sakargiftir þá var þessi Metoo bylting til lítils. Í krafti byltingar í samfélaginu sem átti að vera til góðs og knýja fram viðhorfsbreytingar ættu konurnar án ótta og kvíða að geta komið fram nú undir nafni og staðið með sjálfum sér og kynsystrum sínum. Ef ekki verður þetta mál aldrei leyst og mannorð Atla Rafns eyðilegt fyrir lífsstíð á afar vafasömum forsendum. Sem er ólíðandi og svokallaðri Metoo byltingu til háðungar.“
Þó svo að einhverjir taki undir orð hennar virðast skrif hennar mælast illa fyrir öðrum:
„Það er ótrúlega ósanngjarnt að krefjast þess að þolendur stígi fram undir nafni. Þrátt fyrir MeToo byltinguna þá erum við alls ekki komin á þann stað að það sé alltaf öruggt fyrir þolendur að stíga fram. Hvers vegna er ekki nóg að trúnaðarmaður og leikhússtjóri viti hverjar það voru sem sögðu sögurnar? Er það ekki pointið með trúnaði? Hverju erum við sem samfélag betri að vita hverjar þetta voru? Hverju er Atli sjálfur betri að vita hverjar þetta voru? Eitt er að hann fá að vita um hvað kvartanirnar snúast, annað um hverjar ræðir. Þolendur eiga rétt á að vinna úr sínum málum í friði fyrir ágangi og áreiti, nógu erfiðar eru aðstæður þeirra fyrir. Mér finnst þetta ótrúlega ljótt og gera lítið úr upplifun þeirra, annarra þolenda og MeToo byltingunni sem slíkri.“ skrifar ein við færslu Steinunnar.
Færslu Steinunnar Ólínu má sjá hér: