Friends þættirnir sem fagna 25 ára afmæli sínu á þessu ári eru nú sennilega vinsælli en nokkru sinni fyrr. Þættirnir eru um sex vini í New York á þrítugsaldrinum og spilar “on/off” ástarsamband vinanna Ross og Rachel stórt hlutverk í gegnum þættina. Þættirnir komu fyrst á skjáinn árið 1994 og voru sýndir í 10 ár.
Leikararnir sex eru sagðir hala inn um 19 milljónum dollara á ári, sem gera um 2,4 milljarða í íslenskum krónum talið, þökk sé endursýningum þáttanna á Netflix.
Með aðalpersónum þáttanna þeim, Rachel, Monica,Pheobe, Chandler, Joey og Ross, tókst framleiðendum þáttanna að búa til mest elskuðustu persónur í sjónvarpi.
UCLA fyrirlesarinn Tom Nunan var yfirmaður gríndeildar Fox sjónvarpsstöðvarinnar þegar höfundar þáttanna voru að kynna þeim þáttinn fyrir 25 árum síðan.
„Þú hreinlega veist aldrei hvernig þar er þegar það kemur hópur af fólki saman, og býr til fallega tónlist saman, mun þetta endast kynslóðir eða í aldir?.“
Þarna var hann að líkja þeim við Bítlana og sagði:
„Ég held að með Bítlana sé öruggt að segja að þeir endist í aldir. Það er nokkuð víst að Friends muni gera það líka.“