Leikstjórinn Baltasar Kormákur mætti í Kastljós í gærkvöldi með stórar fréttir en efnisveitan Netflix ætlar að fjármagna þáttaröð hér á Íslandi.
„Þetta er með ólíkindum, þetta gerðist mjög hratt. Sennilega stærsti staki díllinn sem gerður hefur verið við íslenska kvikmyndagerð.“ segir Kormákur.
Að sögn Baltasars er búið að panta frá honum seríu fyrir Netflix. Þetta er íslenskt efni, skrifað fyrir Ísland og gerist á Íslandi. Í þáttunum verða fyrst og fremst íslenskir leikarar og íslenskt “crew”. Og ætlar Netflix að full fjármagna þessa seríu, fyrir utan endurgreiðslu Iðnaðarráðuneytis.
Þættirnir verða svokallaðir “Grounded sci-fi” þættir sem verða 8 talsins í fyrstu seríunni og munu seríurnar jafnvel verða fleiri ef vel gengur. En Baltasar segir þá hjá Netflix mjög áhugasama og hrifna af efninu.
Baltasar er einnig með bíómynd á borðinu sem hann mun framleiða fyrir Netflix. Sú mynd verður tekin upp hér á Íslandi, meðal annars í stúdíói Baltasars. Hann segir það mjög stórt verkefni með alþjóðlegri stjörnu í aðalhlutverki og er hann nú þegar farinn að ráða íslenskt fólk til vinnu við gerð myndarinnar.
Hér má sjá brot úr Kastljós viðtalinu: