Það voru athyglisverðar niðurstöður sem komu úr rannsókn sem fylgdist með mataræði 500.000 kínverja yfir 7 ára tímabil.
Þar kom í ljós að þeir sem borðuðu mjög sterkan mat einu sinni til tvisvar í viku voru 10% líklegri til að lifa lengur en þeir sem gerðu það ekki.
Þeir sem borðuðu sterkan mat þrisvar til fjórum sinnum í viku voru 14% líklegri til að lifa lengur.
Með rannsókninni tókst því miður ekki að sanna nákvæmlega hvers vegna sterkur matur er svona hollur og lengir í rauninni lífið.
Margir vísindamenn hafa hinsvegar haldið því fram að sterk krydd eins og chilli sem innihalda capsaicin vinni gegn krabbameini.