Auglýsing

Eldur logaði í íbúð í nótt

Tilkynnt var um eld í íbúð í Jórufelli, skömmu eftir miðnætti í nótt, og var allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kallað út.

Mikill eldur logaði út um glugga íbúðarinnar, sem er á þriðju hæði í blokk, þegar fyrsti slökkviliðsbíllinn mætti á staðinn. Þar sem að um fjölbýlishús var að ræða var mikill viðbúnaður á vettvangi og var húsið rýmt. Reykkafarar voru sendir inn og náðu þeir fljótt að slökkva eldinn, sem logaði í rúmdýnu í herbergi, að sögn varðstjóra.

Rúta slökkviliðsins var send á staðinn til þess að skjóta skjólshúsi yfir íbúa hússins á meðan slökkvilið var að störfum en það tók um klukkustund að reykræsta og tryggja að eng­ar glæður leynd­ust í íbúðinni. Ekki er vitað hvort meiðsl urðu á fólki.

Þetta kom fram á vef Vísis.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing