Auglýsing

Eldur í strætisvagni

Eld­ur kom upp í stræt­is­vagni í höfuðstöðvum Strætó að Hest­hálsi um kl. 10 í morg­un. Þetta staðfesta bæði varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu og Guðmund­ur Heiðar Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Strætó, í sam­tali við Mbl.

Starfsfólk strætó hafði náð tökum á eldinum og tekist að slökkva hann þegar slökkvilið kom á staðinn. Gengur þeir í skugga um að engar glæður loguðu í vagninum.

Vagninn hafði verið í akstri í morgun og var kominn aftur í höfuðstöðvarnar um kl 9:30. Allt bendir til að eldurinn hafi kviknað aftarlega í farþegarýminu.

Ekki liggur fyrir um eldsupptök en málið verður rannsakað betur á morgun.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing