Vissir þú að ein dós af gosdrykk getur skaðað lifrina þína álíka mikið og eitt kvöld af djammi? Vísindin segja að það sé satt svo við getum varla verið ósammála.
Rannsókn bendir til þess að fólk sem drekkur einn gosdrykk á dag sé líklegra til að þróa með sér lifrasjúkdóma en það fólk sem heldur sig algerlega frá þeim.
Gosdrykkir hafa hingað til verið taldir valda sykursýki og hjartasjúkdómum, en sykurskertir drykkir eru ekki taldir hafa jafn mikil áhrif.
Rannsóknin sem hér er vitnað í var framkvæmd af vísindamönnum við Tufts University og rannsökuðu þeir 2364 einstaklinga, bæði konur og karla, á miðjum aldri.
Teknar voru sneiðmyndir af fólkinu og fitan í lifur þeirra þannig mæld. Tengingin við neyslu gosdrykkja var enn til staðar þó tekið væri tillit til aldurs, kyns, fitumælingar og mataræðis.
Ekki beint góðar fréttir hér á ferðinni!