Auglýsing

Fundu virka handsprengju við Ásbrú

Hjónin Ragnheiður Friðriksdóttir og Hörður Björn Sig­ur­jóns­son voru á göngu á Patter­son-svæðinu, gömlu æf­inga­svæði banda­ríska hers­ins, í blíðviðrinu á sunnu­dag, þegar Ragnheiður steig á eitthvað óvenjulegt.

Voru þau fljót að átta sig á að þarna væri um að ræða hand­sprengju. Þau hringdu í neyðarlínuna og í framhaldi af því hafði lögreglan sam­band við sprengju­sér­fræðinga. Starfs­menn Land­helg­is­gæsl­unn­ar mættu nokkru seinna og eyddu sprengj­unni.

Hjónin sögðu sjokkið hafa verið talsvert og þau áttuðu sig ekki á því hversu illa hefði getað farið fyrr en lögreglumaður benti þeim á það.

„Hann sagði að ég hafi verið hepp­in að hún hafi ekki sprungið þegar ég steig ofan á hana. Ég nötraði og var hálf­hrædd á leiðinni heim,“ seg­ir hún.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­helg­is­gæsl­unni var sprengj­an á þekktu sprengjuæf­inga­svæði gamla varn­ar­liðsins. Talið er að hand­sprengj­an hafi verið í jörðu og komið upp á yf­ir­borðið í jarðvegs­lyft­ing­um. Land­helg­is­gæsl­an legg­ur því áherslu á að fólk gæti varúðar á svæðinu. Þetta kom fram á vef Mbl.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing