Í kvöld, í gamalli hraunnámu nærri gatnamótum Krísuvíkurvegar og Bláfjallavegar, opnar norðurljósamiðstöðin Aurora Basecamp dyr sínar fyrir gestum í fyrsta sinn.
Til að byrja með verður opið á kvöldin frá 18-24 en gestum Aurora Basecamp fá ýmislega fræðslu um norðurljós, leiðbeiningar um hvernig þau skuli finna og skjól til þess að virða norðurljósin fyrir sér innandyra.
Ef engin norðurljós sjást á himninum, þá er hægt að sjá „norðurljósalíki“ í ílöngum glertúpum sem voru framleiddir fyrir fyrirtækið. Hugmyndin er að staðurinn verði áningarstaður fyrir ferðamenn í leit að norðurljósum, bæði fyrir fólk sem er á eigin vegum og einnig þeirra sem eru í fyrirfram skipulögðum ferðum.
Meira má sjá um verkefnið á síðunni þeirra Aurorabasecamp.is.
Þetta kom fram á vef Mbl.