Auglýsing

Matt Damon sér eftir því að hafa hafnað Avatar

Matt Damon greindi frá því á dögunum í viðtali við GQ, að hlutverk Jake Sully, í myndinni Avatar sé það hlutverk sem hann sjái hvað mest eftir að gengið í burtu frá.

Þegar James Cameron, leikstjóri myndarinnar, hafði samband við hann og bauð honum aðalhlutverk myndarinnar sagðist Cameron ekkert þurfa neinn sérstakan.

„Hlustaðu, ég þarf engan sérstakan. Ég þarf ekkert nafn, engan þekktan. Ef þú tekur ekki hlutverkið þá finn ég einhvern óþekktan leikara og læt hann fá hlutverkið. Myndin þarf ekki endilega þig.“ sagði hann við Damon.

„En ef þú tekur hlutverkið , þá færðu 10 % af hagnaði myndarinnar.“

Myndin skaraðist á við önnur verkefni hjá Damon, sem hafnaði hlutverkinu. Avatar sló algjörlega í gegn og var söluhæsta mynd allra tíma, á þeim tíma. Svo Damon hefði fengið um 250 milljón dollara í vasann hefði hann tekið hlutverkið, en það gera um 30 milljarða í íslenskum krónum.

„Ég áttaði mig á því, að með því að segja nei, var ég örugglega að neita eina tækifæri mínu á að vinna með Cameron. Sem var ömurlegt og er ennþá. En börnin mín hafa mat á borðum og ég er alveg góður.“ sagði Damon í gríni, en hann er nú sennilega ekki á flæðiskeri staddur þrátt fyrir að hafa hafnað þessu tækifæri á sínum tíma.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing