Þeir sem eru að reyna að eignast börn vilja að sjálfsögðu vera ríkir af sáðfrumum.
En sáðfrumur eru viðkvæm lítil grey – sundmenn sem þola ekki hvað sem er – þannig að við tókum saman topp 10 lista af þeim hlutum sem drepa sáðfrumur.
1. Stress:
Stress getur dregið úr virkni sáðfruma.
2. Sígarettur:
Sígarettur geta valdið stökkbreytingu á sáðfrumum.
3. Áfengi:
Áfengi gerir sáðfrumurnar blindfullar og þær vilja bara éta Nonnabita og fara að sofa. Kannski ekki beint þannig – en það hefur ekki góð áhrif.
4. Að vera í yfirvigt:
AÐ vera á mörkum offitu dregur úr magni og fjölda sáðfrumna.
5. Þröngar buxur/nærbuxur
Að þrengja að pungnum veldur ofhitnun og minnkun í virkni sáðfruma.
6. Fartölvur:
Likt og með buxurnar þá getur fartölva í kjöltunni valdið ofhitnun sáðfruma og minnkaðri virkni þeirra.
7. Sólarvörn:
Það eru efni í sólarvörn sem virðast geta dregið úr fjölda sáðfruma um allt að 33%.
8. Beikon:
Unnar kjötvörur geta minnkað sæðisfrumutalningu um allt að 30%.
9. Ofþjálfun:
Of miklar æfingar geta hitað líkamann of mikið upp og lækkað magn testósteróns.
10. Maríjúana:
Þeir sem reykja maríjúana eru með færri sáðfrumur en hinir…