Auglýsing

Slæmar fréttir fyrir grænmetisætur – Plönturnar HEYRA sig vera borðaðar!

Hópur vísindamanna við University of Missouri, sem var leiddur af Heidi Appel og Rex Cocroft, lögðust í rannsóknir á plöntum og þá sérstaklega hvað gerist þegar þær eru borðaðar. Þeir komust að því að plantan svarar „árásum“ á sig.

Eftir að hafa gert ítarlegar rannsóknir komust vísindamennirnir að því að hljóðið sem lirfur gefa frá sér þegar þær éta plöntuna veldur því að plantan fer í vörn. Hún gefur frá sér meiri sinnepsolíu – sem er ekki uppáhald lirfanna – og virkar til að fæla þær í burtu.

„Vindhvinur og hljóð með svipaða hljómfræðilega eiginleika og át lirfunnar olli hins vegar engum breytingum í varnarkerfi plöntunnar – hún veit því hvenær er verið að borða sig“, sagði Heidi Appel sem leiddi rannsóknina.

Þannig að þá er það orðið opinbert – grænmetisætur eru ekkert skárri en kjötæturnar, bara verri ef eitthvað er, þar sem þær borða plönturnar oftast lifandi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing