Samkvæmt rannsóknum eru fleiri og fleiri orðnir of uppteknir í daglegu lífi og fá því of lítinn svefn á nóttunni. Þetta gæti verið mun alvarlegra en fólk gæti haldið.
Sarah Chalmers tók þátt í rannsókn þar sem hún var látin sofa í sex tíma á nóttu – í staðinn fyrir átta. Áður en rannsóknin hófst var andlitið skannað og metið og var húðin við nokkuð góða heilsu.
Eftir að hafa verið látin sofa of lítið í nokkra daga – varð húðin hins vegar mun verri. Svitaholur höfðu stækkað og hún var rauðari í andlitinu.
„Mig hefði aldrei grunað hversu mikil áhrif það hefði að sofa í sex tíma – í staðinn fyrir átta eða níu tíma. Þetta hefur áhrif á útlit, minni og andlega líðan. Ég fattaði það fyrst eftir að hafa tekið þátt í þessari tilraun í nokkra daga og verið markvisst að skoða þetta.“ sagði Sarah.
EFTIR AÐ HAFA SOFIÐ Í ÁTTA TÍMA
EFTIR AÐ HAFA SOFIÐ Í SEX TÍMA
Þannig það er mikilvægt að átta sig á gildi þess að fá fullan svefn – svona ef maður vill vera upp á sitt besta!