Lausnin er töfradrykkurinn „Sassy water“ nefndur eftir Cynthiu Sass sem fann hann upp. Uppskriftin er fáránlega einföld og bráðholl. Hún inniheldur nánast engar kaloríur og hefur virkilega góð áhrif á meltinguna.
Það sem þú þarft:
2 lítrar af vatni
1 teskeið af fersku engiferi
1 gúrka
1 sítróna
12 myntulauf
Þú tætir engiferið niður, flysjar gúrkuna og skerð hana í sneiðar og skerð að lokum sítrónuna niður í þunnar sneiðar.
Blönduna skal svo geyma í ísskáp yfir nótt, en síðan er gott að sía gumsið frá vatninu áður en það er drukkið. Þessa 2 lítra sem þú átt af blöndunni skaltu svo drekka yfir daginn.