Heilinn er skrýtið fyrirbæri og sálarlífið okkar líka.
Hér eru skemmtilegar sálfræðilegar staðreyndir sem teknar eru úr hinum ýmsu rannsóknum og voru upprunalega birtar á síðunni higherperspectives.com.
1. Uppáhaldslagið þitt er mjög líklega tengt einhverjum tilfinningalegum atburði í lífi þínu.
2. Tónlist hefur áhrif á viðhorf þitt til þess sem þú ert að gera. Það er þessvegna sniðugt að hlusta á „peppaða“ tónlist þegar þú ert að vinna verkefni eða í ræktinni t.d.
3. Því meira sem þú eyðir af tíma þínum eða peningum í aðra því betur líður þér.
4. Það borgar sig þegar upp er staðið, fyrir andlega heilsu, að eyða peningum í lífreynslu frekar en hluti!
5. Krakkar í dag eru stressaðri en meðal geðspítalasjúklingur árið 1950. – Helmingur mannkyns í dag þjáist af kvíða, þunglyndi eða einhverskonar fíkn.
6. Sum trúarbrögð draga úr stressi – rannsóknir hafa sýnt að fólk sem hugleiðir eða biður bænir er yfirleitt minna stressað en annað fólk.
7. Peningar geta keypt haminguna. En bara upp að ákveðnu marki. – Rannsóknir hafa sýnt að hamingjusamasta fólkið fær nægar tekjur til að lifa yfir fátæktarmörkum.
8. Að vera innan um hamingjusamt fólk gerir þig hamingjusamari. – Segir sig nokkurnveginn sjálft er það ekki..
9. Fólk á aldrinum 18-33 er stressaðasta fólkið á plánetunni samkvæmt rannsóknum.
10. Að sannfæra sjálfan sig um að þú hafir sofið vel getur blekkt heilann í þér til að trúa því!
11. Greint fólk efast um sjálft sig og illa upplýst fólk er sannfært um að það sé snillingar. – Þetta er kallað The Dunning Kruger Effect. Farðu bara á Facebook, þú sérð þetta þar.
12. Þegar þú rifjar upp gamla minningu þá ertu í raun og veru bara að muna þegar þú manst hana síðast! – Þessvegna eiga þær það til að „blörrast“ og breytast með tímanum.
13. Ákvarðanir þínar eru rökréttari þegar þú hugsar á öðru tungumáli en móðurmáli þínu.
14. Þegar þú segir fólki frá markmiðum þínum ertu mun líklegri til að ná þeim!