Leikarinn Robert Forster, sem er meðal annars þekktur fyrir hlutverk í Jackie Brown og Breaking Bad er látinn, 78 ára gamall. Forster lést á heimili sínu í Los Angeles 11. október eftir baráttu við krabbamein í heila.
Forster lést sama dag og nýjasta mynd hans, El Camino: A Breaking Bad Movie, kom út. Þar lék hann persónu Ed Galbraith sem hann hafði einnig leikið í 4. og 5. seríu þáttanna vinsælu.
Bryan Cranston, aðalleikari Breaking Bad þáttanna er á meðal þeirra sem hafa minnst Forster á samfélagsmiðlum.
I’m saddened today by the news that Robert Forster has passed away. A lovely man and a consummate actor. I met him on the movie Alligator (pic) 40 years ago, and then again on BB. I never forgot how kind and generous he was to a young kid just starting out in Hollywood. RIP Bob. pic.twitter.com/HtunD0Fx6g
— Bryan Cranston (@BryanCranston) October 12, 2019