Tekur þú í vörina?
Það er ekki ólíklegt að við Íslendingar séum heimsmeistarar í notkun á munntóbaki. Að minnsta kosti er ómögulegt að horfa framhjá munntókbaksnotkun unga fólksins – hjá konum jafnt sem körlum.
Svo ekki sé minnst á krabbameinshættuna, þá mæla tannlæknar alls ekki með munntóbaksnotkun.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem sýna áhrif munntókbaksnotkunnar á tannholdið. Þær ættu að fá alla til að hugsa málið tvisvar…
Er þetta virkilega þess virði?