„Hvernig í ósköpunum ætti ég að anda vitlaust?,“ er spurning sem líklega allir spyrja sig þegar þeir sjá fyrirsögnina hér fyrir ofan.
En eins og svo margt annað, þá er það mun algengara en þú heldur!
Ef þú hefur með árunum vanið þig á að „anda vitlaust“ getur það haft verulega neikvæð áhrif á andlega heilsu þína og gert það að verkum að þú verður orkuminni yfir daginn.
Trixið við að anda rétt er að nota alla þindina í stað þess að nota aðeins hluta af lungunum. Það gerir öndunina mun dýpri og hjálpar til við að byggja upp þol. Ef þú andar rétt losar það líka um spennu, kvíða og gefur þér meiri orku.
Skoðaðu þá myndbandið hér fyrir neðan til að fá nánari útskýringu: