Auglýsing

Bretarnir selja Dominos á Íslandi

Domino´s Pizza Group í Bretlandi, sem á og rekur Domino´s á Íslandi, Noregi og Svíþjóð, hefur ákveðið að selja alla staði sína á Norðurlöndunum, þar á meðal á Íslandi . Félagið, sem á um 95 % hlutafé í Domino’s á Íslandi, segir að alþjóðlegar keðjur Domino´s Pizza Group séu reknar með tapi og er staðan sögð sérstaklega erfið í Noregi. En þar rekur félagið 57 pizzastaði undir merkjum Domino´s. Fyrirtækið seldi alla veitingastaði sína í Danmörku í mars á þessu ári en nokkrir þeirra eru enn í rekstri undir nýju eignarhaldi. Þetta kemur fram á vef Reuters fréttaveitunnar.

Í fréttinni segir David Wild, fráfarandi framkvæmdarstjóri Domino’s Pizza Group, félagið hafi játað sig sigrað vegna taprekstrar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing