Auglýsing

Isavia ætlar að stefna íslenska ríkinu og ALC

Isavia hyggst á næstu dögum stefna íslenska ríkinu og flugvélaleigufélaginu Air Lease Corporation (ALC) fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna þess tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness í svokölluðu innsetningarmáli ALC.

En Isavia er að fullu í eigu íslenska ríkisins.

Í úrskurði þessum var Isavia gert að afhenda flugvél í eigu ALC sem kyrrsett hafði verið vegna skulda WOW air, sem var þá leigutaki vélarinnar. Í tilkynningu sem Isavia gaf frá sér er engin upphæð tilgreind en Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að heildarskuldin sem málið snúist um sé vissulega um tveir milljarðar.

„Það hefur komið fram að heildarskuldin um tveir milljarðar þannig að málið snýst vissulega um það fjárhagslega tjón sem um hefur verið rætt í þessu máli. En það er mikilvægt að hafa í huga að við erum að stefna íslenska ríkinu, við erum einnig að fara að stefna ALC. En fjárhæðin sem um ræðir er sú sem verið hefur til umræðu í þessu máli,“ segir Guðjón.

Kjarninn fjallaði fyrstur um málið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing