Auglýsingastofa í Moskvu, Rússlandi vildi kanna hvað auglýsing á vörubílum næðu til margra einstaklinga að meðaltali á einum degi.
Þeir settu upp auglýsingu undir nafni auglýsingaskrifstofunnar með mynd af allsberri konu að halda um brjóstin á sér. Það eina sem textinn sagði var „Þau laða að“.
– Og já, því miður – Þau löðuðu svo sannarlega að!
Lögreglan þar í borg fékk til sín 517 tilkynningar um umferðarslys sem mátti rekja til auglýsingarinnar á aðeins einum sólarhring.
Kvartanirnar urðu í raun svo margar að um leið og lögreglan fann trukkinn heimtuðu þeir að auglýsingin skyldi tekin niður samstundis – því hún væri bókstaflega hættuleg!
Auglýsingastofan baðst afsökunar á óþægindunum og sögðust glaðir borga það tjón sem skapaðist af völdum brjóstanna. Þeir voru bara sérstaklega ánægðir með að auglýsingin hafi fengið svona mikla athygli.