Hér sannast það enn og aftur að einfalt er oft best! Fljótlegur og góður pastaréttur sem allir í fjölskyldunni munu elska.
Hráefni:
- 200-250 gr pasta að eigin vali
- 1/2 msk ólívuolía
- 2-3 kjúklingabringur skornar í litla strimla
- 2-3 dl grænt pestó
- 2-3 dl rjómi
- Salt og pipar eftir smekk
- Rifinn parmesan ostur eftir smekk
Aðferð:
1. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á umbúðum í stórum potti og setjið örlítið salt í vatnið.
2. Steikið kjúklingastrimlana í ólívuolíu á góðri pönnu þar til þeir eru orðnir gylltir og fallegir. Bætið pestói og rjóma á pönnuna og leyfið þessu að malla í um 5 mín.
3. Þegar pastað er tilbúið þá sigtið þið vatnið frá og bætið því næst pastanu út á pönnuna. Leyfið þessu að malla í um 1-2 mínútur. Kryddið til með salti og pipar. Berið fram með vel af rifnum parmesan osti. Njótið vel!